01.06.2012
Samkvæmt grein 2.1 í reglugerð 13 um framkvæmd móta tilkynnir Mótanefnd ÍHÍ að föstudaginn 22. júní klukkan 15.00 verður dregið um leikjaröð á íslandsmótinu í íshokkí. Drátturinn fer fram í fundarsal ÍSÍ merktur A. Samkvæmt sömu grein í reglugerðinni hafa aðildarfélög ÍHÍ nú 2 vikur til að skrá lið til keppni í öllum flokkum.
18.05.2012
Nú er komið í ljós hver íslensku landsliðin í íshokkí fara á komandi tímabili.
24.04.2012
Nú eru örfáir dagar síðan heimsmeistaramóti karla annarri deild A lauk hér í Laugardalnum. Karla liðið okkar náði besta árangri sem það hefur nokkurntíma náð og tók eitt enn skrefið upp á við á heims-styrkleikalistanum.
24.04.2012
Nú fer hokkítímabilinu að ljúka þetta árið Þó eru enn tvö helgarmót eftir og fara þau fram um næstu helgi.
18.04.2012
Í kvöld lauk 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí með úrslitaleik á milli Íslands og Króatíu um 3. sætið. Vitað var fyrir að Króatía yrði erfiður andstæðingur og svo fór að gestirnir unnu með 5 mörkum gegn 1. Íslenska liðið átti strax undir högg að sækja í upphafi leiks en vörðust mjög vel og náðu að halda öflugum sóknum Króatanna í skefjun. Króatar skoruðu eitt mark í fyrstu lotu en skutu alls 24 sinnum á markið á meðan okkar menn náðu aðeins 3 skotum. Dennis stóð sig vel í markinu og bjargaði því að ekki fór verr í þessari miklu skothríð.
18.04.2012
Nú klukkan 13.00 hefst fimmti og síðasti keppnisdagur á HM hér í Skautahöllinni í Laugardal.
17.04.2012
Í kvöld mætti íslenska liðið því spænska í 4. leik liðsins á Heimsmeistaramótinu. Væntingar stóðu til sigurs í kvöld en því miður gekk hvorki né rak og Spánn bar sigur úr býtum með 4 mörkum gegn engu. Spænska liðið skoraði tvö mörk í fyrstu lotu, fyrra markið á 6. mínútu þegar jafnt var í liðum og seinna markið á 14. mínútu þegar einn íslensku leikmannanna var að taka út refsingu.
17.04.2012
Nú klukkan 13.00 hefst fjórði keppnisdagur á HM hér í Skautahöllinni í Laugardal.
15.04.2012
Í kvöld var komið að þriðju viðureign íslenska liðsins á HM í íshokkí sem fram fer í Laugadalnum. Að þessu sinni voru mótherjarnir Eistar, en þeir voru „rankaðir“ efstir fyrir þetta mót, en þeir voru að koma niður úr 1. deild eftir stutt stopp þar. Ísland spilaði síðast við þá þegar þeir unnu 2. deildina á sínum heimavelli í Narva árið 2010.
15.04.2012
Nú klukkan 13.00 hefst þriðji keppnisdagur á HM hér í Skautahöllinni í Laugardal.