Fréttir

Leikur dagsins 5. september 2017

Íslandsmótið i 2.fl í íshokkí hefst í kvöld, þriðjudaginn 5. september 2017, kl 19:45 í Egilshöll. Bjarnarmenn taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur og hefjum við hér með íshokkí tímabilið 2017/2018. Sjáumst í kvöld í Egilshöll.

Aganefnd ÍHÍ 2017-2018

Aganefnd ÍHÍ hefur verið skipuð fyrir starfsárið 2017-2018 Þórhallur Viðarsson formaður Garðar Jóhannesson Bjarni Baldvinsson Til vara; Magnús Þór Aðalsteinsson Jóhann Björn Ævarsson

Dagskrá íslandsmóta íshokkí 2017-2018

Dagskrá íslandsmóta Íshokkí má finna hér til hægri á síðu ihi.is. Hertz-deild karla hefst föstudaginn 8. september í Skautahöllinni í Laugardal þar sem SR tekur á móti UMFK Esju og hefst leikur kl 19:45. Hertz-deild kvenna hefst Laugardaginn 9. september í Egilshöll þar sem kvennalið Reykjavíkur tekur á móti SA Ynjum og hefst leikur kl 16:30.