14.12.2014
Annar dagur ferðarinnar reyndist mönnum misjafnlega erfiður og þá sérstaklega með tilliti til þess að vakna um morguninn og koma sér í morgunmat. En allt hafðist þetta nú á endanum.
12.12.2014
Landslið skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri var rétt í þessu að klára fyrstu æfingu sína hér í Jaca á Spáni. Ferðalagið gekk stórslysalaust en alls kom liðið úr fjórum áttum að þessu sinni.
11.12.2014
Björninn tók á þriðjudaginn á móti Skautafélagi Reykjavíkur í kvennaflokki en leikurinn fór fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði átta mörk gegn þremur mörkum SR-inga
09.12.2014
Þótt heldur rólegt sé á íshokkívígstöðvunum þessa dagana eru þó leikir við og við og einn þeirra er í kvöld en þá mætast Björninn og Skautafélag Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna.
08.12.2014
Tim Brithén hefur valið tvo leikmenn í hóp landsliðs skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri sem heldur til Jaca á Spáni til keppni á HM 2. deild b-riðils.
03.12.2014
Rólegt er þessa dagana hvað varðar leiki í á íslandsmótum allra flokka enda standa próf nú yfir í flestum skólum.
01.12.2014
SA Víkingar unnu Björninn sl. laugardagskvöld með fjórum mörkum gegn þremur eftir að jafnt hafði verið 3 – 3 að loknum hefðbundnum leiktíma. Um toppslag í deildinni var aðræða en fyrir leikinn höfðu SA Víkingar fimm stiga forskot á Björninn.
01.12.2014
Skautafélag Reykjavíkur bar á föstudaginn sigurorð af UMFK Esju með fjórum mörkum gegn tveimur. Þetta var síðasti leikur beggja liða fyrir jólafrí en flokkurinn hefur leik strax í byrjun janúar.
29.11.2014
Í ljósi þess að veðurspá er slæm fyrir síðari hluta dagsins á morgun hefur mótaskrá fyrir D&C barnamótið sem er í Egilshöll um þessa helgi verið breytt.
28.11.2014
Framundan er fjölbreytt hokkíhelgi að þessu sinni en að þessu sinni fer hún öll fram hérna sunnan heiða.