Fréttir

Leikir vikunnar

Bikarkeppni Íshokkísambands Íslands, Lýsibikarinn, fór vel af stað föstudaginn 30. ágúst þegar SR tók á móti Fjölni/Birninum í Skautahöllinni í Laugardal. Hörkuspennandi leikur þar sem liðin tókust á og var leikurinn jafn framanaf. Lokaúrslit leiksins 4-1 fyrir SR. Sunnudaginn 1. september tók SA á móti Fjölni/Björninn og ekki var nú spennan síðri fyrir norðan. Leikurinn fór í framlengingu og enginn annar en Ingvar Jónsson sem skoraði gullmark og lokaúrslit 3-2 fyrir SA.