02.05.2025
Í dag, seinni part föstudags, hér á Nýja Sjálandi lék Ísland við Tæland í fyrsta skipti í karlaflokki á HM. Þrátt fyrir að landslið Tælands hafi ekki náð að sigra neina leiki það sem af er móti þá voru þeir síður en svo auðveldur andstæðingur. Landslið Tælands mætti með það yfir höfði sér að ef þeir mundu ekki ná að vinna leikinn við Ísland, þeir falla niður í næstu deild fyrir neðan - þaðan sem þeir komu upp úr eftir fínan árangur á síðasta ári.
01.05.2025
Í gær mættum við karlalandsliði Taívan (eða Kínverska Taipei). Er þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í karlaflokki og var því spennan fyrir leik nokkur á meðal leikmanna og þjálfara. Fyrir þennan leik voru Taívanir búnir að sýna það að þeir geta vel spilað hratt og skemmtilegt íshokkí þegar þeir unnu Tæland nokkuð sannfærandi 7 - 3 en töpuðu gegn frísku liði Nýja Sjálands 3 - 1 deginum þar á undan.
29.04.2025
Eftir erfiðan leik á móti Georgíu átti íslenska landsliðið góðan en kafla skiptan leik gegn Búlgaríu í gær (mánudag) en uppskáru afar sannfærandi sigur 8-4.