29.04.2025
Eftir erfiðan leik á móti Georgíu átti íslenska landsliðið góðan en kafla skiptan leik gegn Búlgaríu í gær (mánudag) en uppskáru afar sannfærandi sigur 8-4.
27.04.2025
Eftir langt og strangt ferðalag, sem get að öðru leiti frekar vel fyrir sig, lék íslenska karlalandsliðið við landslið Georgíu. Fyrirfram var vitað að þetta yrði erfiður leikur fyrir okkar stráka, bæði vegna þess að ferðalagið tekur sinn toll og að lið Georgíu er að mestu skipað fullvaxta karlmönnum sem hafa verið í liðinu í nokkurn tíma.
24.04.2025
Í dag, sumardaginn fyrsta, heldur A-landslið karla af stað til Nýja Sjálands til að taka þátt á HM Div II B sem haldið er í borginni Dunedin. Þetta er nokkuð ferðalag, eiginlega lengra ferðalag er ekki hægt að fara í, en liðið verður á ferð og flugi í ca 30,5 klst samanlagt.