Fyrstu dagar í Dunedin, Nýja Sjálandi, og tap gegn Georgíu

Eftir langt og strangt ferðalag, sem get að öðru leiti frekar vel fyrir sig, lék íslenska karlalandsliðið við landslið Georgíu.  Fyrirfram var vitað að þetta yrði erfiður leikur fyrir okkar stráka, bæði vegna þess að ferðalagið tekur sinn toll og að lið Georgíu er að mestu skipað fullvaxta karlmönnum sem hafa verið í liðinu í nokkurn tíma.   

Leikurinn var mjög kaflaskiptur hjá okkar strákum þar sem við gáfum þeim georgísku helst til of mörg tækifæri í fyrsta leikhluta þar sem okkar strákar hreinlega missa pökkinn í hendurnar á andstæðingunum og þeir snöggir að nýta sér tækifærin.   Íslenska liðið varð líka fyrir töluverðri blóðtöku snemma í leiknum þar sem Gunnar Aðalgeir Arason meiddist illa á öxl, eiginlega í fyrstu skiptingu og var ekki meira með það sem eftir lifið leiks.

Staðan eftir fyrsta leikhluta, 1 -0 fyrir Georgíu.

Í öðrum leikhluta batnaði leikur íslenska liðsins nokkuð, enda mestur hrollurinn farinn út okkar leikmönnum við hættir að missa pökkinn í hendurnar á andstæðingunum.  En leikur andstæðingsins batnaði einnig og skoruðu þeir þegar rúmlega 7 mínútur voru liðnar af lotunni og einnig nýttu þeir yfirtölu-tækifærin sín (“Power-play”) vel og skoruðu þar tvö mörk.  Staðan orðin erfið fyrir okkar stráka þegar liðin fóru til búningsklefa í lot lotunnar.

Staðan eftir annan leikhluta, 4 - 0 fyrir Georgíu.

Í þriðja leikhluta var komin betri taktur í íslenska liðið sem náði að verjast vel en refsivandræði liðsins gerði það að verkum að ekki náðist almennilegur taktur í sóknarleikinn en lotan endaði markalaus.

Lokaniðurstaða 4 - 0 sigur fyrir Georgíu.

Á morgun, mánudag, munum við mæta landsliði Búlgaríu kl.13:00 að staðartíma (01:00 eftir miðnætti að íslenskum tíma) en höfum við mætt þeim nokkrum sinnum áður en þeir eru svipaðir að vexti og Georgía þó að þeir eru mögulega ekki jafn tæknilega góðir.

Fyrirliðinn, Róbert Pálsson, var valinn maður íslenska liðsins í leiknum.

Hægt er að sjá leiklýsingu á vef mótsins, https://www.iihf.com/en/events/2025/wmiib/gamecenter/playbyplay/63287/2-geo-vs-isl 

Einnig er hægt að horfa á leikinn á streymiveitu IIHF, https://iihf.tv .