Í dag, sumardaginn fyrsta, heldur A-landslið karla af stað til Nýja Sjálands til að taka þátt á HM Div II B sem haldið er í borginni Dunedin. Þetta er nokkuð ferðalag, eiginlega lengra ferðalag er ekki hægt að fara í, en liðið verður á ferð og flugi í ca 30,5 klst samanlagt. Áætluð koma til Nýja Sjálands er næsta laugardagsmorgun kl.09:30 að Ný Sjálenskum tíma en þess má geta að þá er kl.21:30 að föstudagskvöldi á Íslandi þar sem Nýja Sjáland er 12 klst á undan Íslandi.
Á þessu móti mætum við Íslendingar liðum frá Georgíu, Búlgaríu, Kínverska Taipei (Taívan), Tælandi og að sjálfsögðu heimamönnum, Nýja Sjálandi sem verður okkar síðasti leikur á mótinu.
Hægt verður að fylgjast með gangi liðsins á vef Alþjóða íshokkísambandsins, https://www.iihf.com/en/events/2025/wmiib, hér á vefnum og svo auðvitað á samfélagsmiðlum ÍHÍ.
Fyrsti leikur liðsins er sunnudaginn 27. apríl kl.04:30 á móti Georgíu og verður hægt að horfa á hann og alla aðra leiki mótsins á streymiveitu IIHF, https://iihf.tv/pages/r6S4nEEQQ.
Liðið skipa
|
Gunnar |
ARASON |
|
Olafur |
BJORGVINSSON |
|
Uni |
BLONDAL |
|
Andri |
HELGASON |
|
Baltasar |
HJALMARSSON |
|
Viggo |
HLYNSSON |
|
Helgi |
IVARSSON |
|
Kristjan |
JOHANNESSON |
|
Heidar |
JOHANNSSON |
|
Ormur |
JONSSON |
|
Haukur |
KARVELSSON |
|
Arnar Helgi |
KRISTJANSSON |
|
Johann |
LEIFSSON |
|
Andri |
MIKAELSSON |
|
Viktor |
MOJZYSZEK |
|
Robert |
PALSSON |
|
Unnar |
RUNARSSON |
|
Hafthor |
SIGRUNARSON |
|
Halldor |
SKULASON |
|
Matthias |
STEFANSSON |
|
Robert |
STEINGRIMSSON |
|
Hilmar |
SVERRISSON |
Starfsmenn liðsins eru
|
Martin |
STRUZINSKI |
|
Runar |
RUNARSSON |
|
Ari |
OSKARSSON |
|
Leifur |
OLAFSSON |
|
Sheldon |
REASBECK |
|
Helgi |
THORISSON |
Áfram Ísland!