Vídeóhornið


Úr leik á Íslandsmóti                                                                                                                  Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Fyrir stuttu settum við upp vídeóhorn en þar inni mátti finna myndbrot af vefnum sem þóttu áhugaverð. Við höfum nú breytt um stefnu, allavega tímabundið, og ætlum að nýta hornið í að fara yfir leikbrot. Bæði verður um að ræða myndbrot ásamt skýringatextum um einstakar reglur. Gert er ráð fyrir að frá og með áramótum komi eitt myndbrot á viku þangað til allt áhugavert efni sem við eigum er uppurið.

Vídeóhornið má finna undir "Ýmislegt" hér að ofan.

HH