LandsliðsæfingabúðirGert er ráð fyrir landsliðsæfingabúðum hjá kvenna- og U20 landsliðum 17. og 18. nóvember nk. Til að koma megi leikjum og æfingabúðum fyrir hafa verið gerðar breytingar. 

Þær eru eftirfarandi:

Leikir sem eiga að vera laugardaginn 17. nóvember verða færðir til föstudagsins 16. nóvember.

Laugardagur/ísæfing   8.00 – 10.20 (Laugardalur - bæði landslið - tímum skipt).
Laugardagur/ísæfing 17.50 – 20.00 (Egilshöll - bæði landslið - tímum skipt).
Sunnudagur/ísæfing 08.00 – 10.30 (Egilshöll - bæði landslið - tímum skipt).

Ítarlegri dagskrá varðandi æfingabúðirnar verður gefin út fljótlega en gera má ráð fyrir að þjálfararnir noti helgina einnig til að funda nytsamlegra hluta með leikmönnum.

Við minnum leikmenn á samþykktir stjórnar ÍHÍ varðandi landslið Íslands. 

HH