Landslið Íslands - Samþykktir stjórnar ÍHÍStjórn ÍHÍ hefur samþykkt eftirfarandi reglur fyrir leikmenn sem leika með landsliðum Íslands í íshokkí.

1. Að leikmenn skulu fyrst og fremst leika fyrir það landslið sem aldur þeirra segir 
til um. Segi leikmaður sig frá þátttöku með yngri landsliðum hefur hann jafnframt 
sagt sig frá þeim möguleika að leika með öðrum liðum“. Stjórn ÍHÍ getur ákveðið 
að líta framhjá þessari samþykkt ef sérstakar aðstæður eru fyrir forföllum og skal 
hvert mál skoðað og metið sérstaklega sé eftir því óskað.

2. Leikmenn sem valdir eru til þátttöku í æfingum og eða æfingabúðum (sem 
haldnar eru á vegum ÍHÍ skulu tilkynna þjálfarar eða skrifstofu ÍHÍ hyggist þeir  
ekki mæta. Leikmaður sem hefur ekki ásættanlega afsökun fyrir fjarveru úr 
æfingabúðum, getur átt á hættu að styrkir sem ÍHÍ leggur til ferðar hans, verði  
lækkaðir eða dregnir til baka að fullu. Slík ákvörðun er tekin af stjórn ÍHÍ í 
samráði við þjálfara hvers og eins liðs.

Þeir leikmenn sem hyggjast gefa kost á sér í landslið á vegum ÍHÍ eru beðnir um að fara vandlega yfir samþykktir þessar. 

HH