Hokkíhelgin

Frá leik Ynja og SR á síðasta vetri.                                                                         Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram norðan heiða en þá eru á dagskrá tveir leikir sem báðir fara fram á morgun laugardag.

Fyrri leikurinn er leikur Jötna og SR Fálka og hefst hann klukkan 16.30. Bæði lið munu tefla fram ágætum liðum á morgun en liðslistar liðanna munu birtast á tölfræði síðunni okkar síðar í dag. Jötnar hafa þrjú stig að loknum tveimur leikjum en þeir unnu Húna í Egilshöll nokkuð óvænt en örugglega. Liðið átti líka ágætis leik á móti Birninum í fyrsta leik sínum þrátt fyrir 5 - 1 tap. SR Fálkar hafa tapað öllum sínum leikjum til þessa en það vantar ekki ákafann og viljann í liðsmenn.

Að karla leiknum loknum mæsta Ásynjur og SR í meistaraflokki kvenna. Ásynjur eru með sterkan kjarna leikmanna sem hefur mikla reynslu og liðið því ekki auðvelt að eiga við. SR-ingar á hinn bóginn tefla fram reynsluminnsta liðinu en hafa rétt til að fá lánaða leikmenn til að styrkja lið sitt. Síðasti þegar liðið hélt norður til keppni mættu þær Ynjum og sá leikur var í jafnvægi fram að síðustu lotunni þegar Ynjur gerðu út um leikinn með fjórum mörkum á fimm mínútum. Ekki er vitað um liðskipan liðanna þar sem listar hafa ekki borist en rétt einsog í karlaleiknum verða þeir birtir á tölfræðisíðunni um leið og hægt er.

Stelpuhokkídagurinn fer einnig fram um helgina en lesa má um hann hér.

HH