Stelpuhokkídagurinn



Á sunnudaginn fer fram Stelpuhokkídagurinn en að þessu sinni fer hann fram í höllunum á Akureyri og í Laugardal frá klukkan 14.00 - 16.00.

Þar gefst öllum stelpum kostur á að koma og prófa íshokkí frítt. 

Landsliðsstelpurnar okkar verða á staðnum að aðstoða og hægt verður að fá nauðsynlegan búnað lánaðan. 

Íshokkí kvenna nýtur sívaxandi vinsælda um allan heim og það á einnig við á Íslandi en sífellt fleiri stúlkur æfa og spila í kvennaflokki. Stelpur og strákar æfa og leika saman í yngri flokkum en fjögur lið í meistaraflokki kvenna keppa á Íslandsmóti Íshokkísambands Íslands.

Á vegum ÍHÍ er starfrækt landslið kvenna sem tekur þátt í Heimsmeistaramótum á vegum Alþjóða Íshokkísambandsins sem haldin eru ár hvert. Stelpurnar okkar eru nú sem stendur í b-riðli 2. deildar.Landsliðsstelpurnar okkar verða á staðnum að aðstoða og hægt verður að fá nauðsynlegan búnað lánaðan. 

Íshokkí kvenna nýtur sívaxandi vinsælda um allan heim og það á einnig við á Íslandi en sífellt fleiri stúlkur æfa og spila í kvennaflokki. Stelpur og strákar æfa og leika saman í yngri flokkum en fjögur lið í meistaraflokki kvenna keppa á Íslandsmóti Íshokkísambands Íslands.

Á vegum ÍHÍ er starfrækt landslið kvenna sem tekur þátt í Heimsmeistaramótum á vegum Alþjóða Íshokkísambandsins sem haldin eru ár hvert. Stelpurnar okkar eru nú sem stendur í b-riðli 2. deildar.