Styrktaraðili barna og unglingastarfs

Íshokkísamband Íslands er á almannaheillaskrá.

Samkvæmt lögum frá 1. nóvember 2021 er heimill frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til lögaðila sem uppfylla tiltekin skilyrði og eru á  almannaheillaskrá.  Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 – 350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni.

Allir styrkir sem berast ÍHÍ verða notaðir í uppbyggingu barna og unglingastarfs íshokkíhreyfingarinnar. 

Vinsamlega leggið inná 0101-26-560895, kt. 560895-2329 og fyllið formið hér að neðan.