Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Fyrsta hokkíhelgin þetta árið er gengin í garð en fyrsti leikur ársins í karlaflokki er á dagskrá í kvöld. Þar eigast við lið Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í  meistaraflokki karla og fer leikurinn fram í Laugardalnum og hefst klukkan 20.00. Liðin áttust síðast við í byrjun desember og þá unnu Bjarnarmenn stóran 16 - 1 sigur á SR-ingum sem ætla sér örugglega stærri hluti í leiknum í kvöld.

Á morgun mætast síðan á sama stað lið Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki kvenna og hefst sá leikur klukkan 18.30. Ekki er kominn leikmannalisti fyrir liðin en SR-konur hafa enn ekki náð sér í stig á mótinu og vonast eftir breytingu þar á. SA-konur á hinn bóginn töpuðu þremur stigum í síðasta leik gegn Birninum og ætla sér öll stigin sem í boði eru.

Landslið karla skipað leikmönnum 20 ára og yngri mun einnig nýta helgina til æfinga en liðið heldur utan nk. fimmtudag til Spánar til keppni á HM-móti.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH