Ynjur - SR umfjöllun

Frá leik Ynja og SR
Frá leik Ynja og SR

Ynjur tóku í gær á móti Skautafélagi Reykjavíkur á íslandsmótinu í gærdag. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu þrettán mörk gegn engu marki SR-kvenna.

Norðankonur hafa síðustu árin haft töluverða yfirburði á liðin af Reykjavíkursvæðinu og á því varð engin breyting í gær. Það tók Ynjur þó um þrettán mínútur að brjóta ísinn í gær en að lokum var það Diljá Björgvinsdóttir sem opnaði markareikning leiksins. Systir henna Sunna Björgvinsdóttir átti svo annað markið sem jafnfram var síðara markið sem kom í lotunni.

Í annarri lotunni rigndi hinsvegar inn mörkum frá Ynjum og á endanum settu þær níu mörk í lotunni. Fyrrnefnd Diljá fór fyrir liðinu hvað markaskorun varðaði með þrennu í lotunni.

Í þriðju og síðustu lotunni slógu Ynjur af í markaskoruninni en bættu þó við tveimur mörkum. Fyrra markið átti Guðrún Blöndal sem fullkomnaði þar sína þrennu og það síðara Birna Baldursdóttir.

Ynjur hafa nú 20 stig eftir tíu leiki en efstar eru Ásynjur með 34 stig eftir tólf leiki. 

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Diljá Björgvinsdóttir 4/1
Guðrún Blöndal 3/1
Silvía Björgvinsdóttir 2/1
Silvía Björgvinsdóttir 2/1
Birna Baldursdóttir 2/1
Kristín Jónsdóttir 0/3
Harpa Benediktsdóttir 0/2
Thelma Guðmundsdóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 12 mínútur.

Refsingar SR: 6 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH