Ynjur - SR umfjöllun


Úr leik liðanna á síðasta tímabili.                                                                                   Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Seinni leikur laugardagsins var leikur Ynja og Skautafélags Reykjavíkur í mfl. kvenna. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu 4 mörk gegn 1 marki SR-inga.

Töluverður styrkleikamunur er á kvennaliðum á Íslandi þessi misserin og því hefur verið farin sú leið að leyfa lánsmenn milli liða til að gera leikina jafnari og betri. 

Fyrir vikið varð leikurinn á laugardagskvöldið nokkuð jafn og að loknum tveimur lotum var staðan ennþá 0 - 0 þrátt fyrir að Ynju væru töluvert meira í sókn en andstæðingarnir. 

Í þriðju lotu fóru hlutirnir hinsvegar að gerast hvað markaskorun áhræri en um miðja lotuna kom Diljá Sif Björgvinsdóttir Ynjum yfir. Skömmu síðar náðu Ynjur að skora þrjú mörk á innan við tveimur mínútum og sigurinn því nokkurn veginn í höfn. Guðrún Blöndal minnkaði hinsvegar muninn fyrir SR-inga skömmu fyrir leikslok og þar við sat.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/1
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/0
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/0
Thelma María Guðmundsdóttir 1/0
Kristín Björg Jónsdóttir 0/1
Eva Karvelsdóttir 0/1
Arndís Sigurðardóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 2 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Guðrún Blöndal 1/0
Vera Sjöfn Ólafsdóttir 0/1
Refsingar SR: 4 mínútur

HH