Ynjur - SR

Úr leik Ynja og SR                                                                                          Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Ynjur og Skautafélag Reykjavíkur léku í meistaraflokki kvenna sl. föstudagskvöld. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu 16 mörk gegn 1 marki SR-kvenna.

SR-konur nýttu sér reglur um lánsleikmenn og stilltu upp hátt í þremur línum en það dugði ekki til að þessu sinni.  Björgvinsdætur, þær Diljá, Silvía og Díana fóru mikinn í leiknum og sjálfsagt einsdæmi í íshokkí á Íslandi að þrjár systur skori vel yfir helming marka síns liðs.

Loturnar fóru  6 – 1, 6 – 0 og 4 – 0.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Bergþóra H. Bergþórsdóttir 4/1
Diljá Sif Björgvinsdóttir 4/1
Silvía Rán Björgvinsdóttir 3/1
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 3/1
Guðrún Marin Viðarsdóttir 1/3
Hrönn Kristjánsdóttir 1/1
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 0/1
Kristín Björg Jónsdóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 8 mínútur

Mark/stoðsendingar SR:

Sarah Smiley 1/0

Refsingar SR: 10 mínútur.

HH