Ynjur - Björninn umfjöllun

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Ynjur og Björninn áttust við í meistaraflokki kvenna á laugardagskvöld. Leiknum lauk með stórsigri Ynja sem gerðu 16 mörk gegn 2 mörkum Bjarnarins.

Það sem helst vakti athygli í byrjun leiks var að Bjarnarstúlkur tefldu fram nýjum markmann. Markmaður þessi er þó íshokkíáhugafólki hér á klakanum alls ekki ókunnugur því þarna var á ferðinni Sigrún Agatha Árnadóttir sem lengi hefur leikið í sókninni með Birninum, SR og landsliðinu.

En þetta dugði Bjarnarstúlkum skammt og eftir rúmlega sex mínútur var staðan orðin 3 – 0 Ynjum í vil. Birna Baldursdóttir opnaði markareikninginn fyrir Ynjur en alls skoruðu níu leikmenn Ynja mark í leiknum. Í stöðunni 3 – 0 minnkaði Lísa Ólafsdóttir muninn fyrir Bjarnastúlkur en þetta er jafnframt fyrsta mark hennar í meistaflokki kvenna.  Áður en lotunni lauk höfðu Ynjur bætt við tveimur mörkum og staðan því 5 -1 eftir fyrstu lotu.

Önnur lotan var öllu rólegri hvað markaskorun varðaði en í henni bættu Ynjur við tveimur mörkum. Mörkin gerðu Guðrún Marin Viðarsdóttir og Birna Baldursdóttir.

Þriðja lotan var hinsvegar lota hinna mörgu marka en hún endaði 9 – 1 Ynjum í vil og því lokastaðan 16 – 2 einsog áður sagði.

Bæði lið nýttu alla sína leikmenn sem til lengri tíma litið mun auka breiddina hjá þeim.Nýr þjálfari stýrði Birninum í forföllum Richard Tahtinen en þar var á ferðinni Hanna Rut Heimisdóttir. Nýr þjálfari var einnig hjá Ynjum en Rósa Guðjónsdóttir stýrir liðinu.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Birna Baldursdóttir 4/3
Guðrún Marín Viðarsdóttir 3/2
Bergþóra H. Bergþórsdóttir 2/2
Diljá S. Björgvinsdóttir 2/1
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/6
Védís Á Valdimarsdóttir 1/2
Guðrún Blöndal 1/2
Sólveig G. Smáradóttir 1/1
Silja R. Gunnlaugsdóttir 1/1
Thelma Guðmundsdóttir 1/0
Eva Karvelsdóttir 0/3
Silvía R. Björgvinsdóttir 0/2

Refsingar Ynjur: 6 mínútur

Lísa Ólafsdóttir 1/1
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/1
Lilja M. Sigfúsdóttir 0/1
Sóley Jóhannsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 2 mínútur.