Ynjur - Björninn


Úr leik Ynja og Bjarnarins.                                                                                                     Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Ynjur tóku á móti Bjarnakonum á íslandsmótinu sl. laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu sex mörk gegn tveimur mörkum Bjarnarins.

Það voru gestirinir úr Birninum sem komust yfir fljótlega í fyrstu lotu með marki frá Karen Þórisdóttir. Þetta var jafnframt eina mark lotunnar sem þótti í rólegra lagi.

Fljótlega í annarri lotunni fór mörkunum þó að fjölga því Diljá Björgvinsdóttir jafnaði metin fyrir Ynjur. Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir kom hinsvegar Bjarnarkonum aftur yfir en sú sæla var skammvinn því Silvía Björgvinsdóttir jafnaði metin fyrir Ynjur jafnharðan. Guðrún Blöndal og Silja Rún Gunnlaugsdóttir sáu síðan til þess að Ynjur fóru inn í leikhléið tveimur mörkum yfir en bæði mörkin komu rétt fyrir lotulok.

Strax í upphafi þriðju lotu gerðu Ynjur útum leikinn með tveimur mörkum. Það fyrra átti átti fyrrnefnd Diljá en það síðara Eva María Karvelsdóttir.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 2/0
Eva María Karvelsdóttir 1/2
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/0
Guðrún Kristín Blöndal 1/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 20 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/1
Karen Þórisdóttir 1/0

Refsingar Björninn: 4 mínútur.

HH