Ynjur - Ásynjur umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Ynjur báru í gærkvöld sigurorð af Ásynjum með þremur mörkum gegn tveimur. Úrslitin réðust í framlengingu en það var Sunna Björgvinsdóttir sem skoraði gullmarkið sem réði úrslitum þegar framlengingin var nálægt því hálfnuð. Liðin hafa síðustu árin háð harða rimmu sem oftar en ekki hefur endað með sigri Ásynja.

Það var ekki fyrr en í annarri lotu sem fyrsta markið leit dagsins ljós en þar var á ferðinni Rósa Guðjónsdóttir fyrir Ásynjur sem sóttu öllu meira þá lotuna.
Ynjur náðu hinsvegar að jafna metin um miðja  með marki frá Sunnu Björgvinsdóttir og eftir miðja þriðju lotu koma Ragnhildur Kjartansdóttir þeim yfir. Sarah Smiley jafnaði metin fyrir Ásynjur skömmu síðar en það sem eftir lifði leiks tókst hvorugu liðinu að skora.

Einsog áður sagði var það Sunna Björgvinsdóttir sem tryggði Ynjum aukastigið sem var í boði en þær hafa nú fjögurra stiga forskot, í efsta sæti, á Ásynjur sem eiga þó leik til góða.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:
Sunna Björgvinsdóttir 2/0
Ragnildur Kjartansdóttir 1/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 0/1

Refsingar Ynja: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ásynja:
Sarah Smiley 1/1
Rósa Guðjónsdóttir 1/0
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1

Refsingar Ásynja: 6 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH