Ynjur - Ásynjur umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Ásynju lögðu í gær Ynjur að velli í gær með fjórum mörkum gegn einu þegar liðin mættust á Akureyri í gærkvöld. Aðeins voru höggin skörð í lið Ásynja í gærkvöld því Linda Brá Sveinsdóttir og Anna Sonja Ágústsdóttir voru fjarverandi.

Rétt einsog í mörgum fyrri leikjum Ásynja voru þær töluvert sókndjarfari en andstæðingurinn allan leikinn. Það var þó ekki fyrr en á fimmtándu mínútu sem þær komust yfir en þar var að verki Eva María Karvelsdóttir. Ynjur náðu hinsvegar að svara fyrir sig áður en lotan var úti þegar Silvía Rán Björgvinsóttir jafnaði metin og staðan jöfn, 1 – 1, í lotulok.
Tvö mörk litu dagsins ljós fyrir Ásynjur í annarri lotu en í bæði skiptin var á ferðinni Hulda Sigurðardóttir sem greinilega hefur engu gleymt því töluvert langt er síðan hún hætti að keppa með flokknum.
Díana Björgvinsdóttir innsiglaði svo sigur Ásynja um miðja þriðju lotu en stoðsendinguna átti Eva María Karvelsdóttir.
Með sigrinum náðu Ásynjur tíu stiga forskoti á Björninn sem kmeur næstur en Björninn á þó tvo leiki til góða á Ásynjur.

Mörk/stoðsendingar Ynja:
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/0

Refsingar Ynja: 4 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ásynja:
Hulda Sigurðardóttir 2/0
Eva María Karvelsdóttir 1/1
Díana Björgvinsdóttir 1/0
Guðrún Blöndal 0/1
Birna Baldursdóttir 0/1

Refsingar Ásynja: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH