Ynjur - Ásynjur umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Einn leikur fór fram í gærkvöld í meistaraflokki kvenna en þá báru Ásynjur sigurorð af Ynjum með sjö mörkum gegn einu. Með sigrinum hafa Ásynjur náð fimm stiga forskoti á næsta lið sem eru Ynjur en bæði liðin hafa leikið fjóra leiki. Þarnæst koma Bjarnarkonur sjö stigum á eftir Ásynjum en eiga leik til góða.

Nokkuð jafnræði var með liðunum til að byrja með en þegar rétt var komið yfir miðja fyrstu lotu sem Birna Baldursdóttir kom þeim yfir. Áður en lotan var úti höfðu þær Anna Sonja Ágústsdóttir og Jónína Margrétsdóttir bætt við mörkum og staðan því 0 – 3 Ásynjum í vil í lotulok.
Fljótlega í byrjun annarrar lotu fékk fyrrnefnd Birna refsingu. Ynjur voru fljótar að nýta sér yfirtöluna þegar Kristín Jónsdóttir minnkaði fyrir þær muninn. Sú sæla stóð hinsvegar stutt yfir því áður en lotan var hálfnuð höfðu Katrín Ryan og Birna gert sitthvort markið og staðan 1 – 5 að lokinni annarri lotu.
Rétt einsog í annarri lotu var sóknarþungi Ásynja töluverður í þriðju lotu og þær uppskáru tvö mörk frá Guðrúnunum- Blöndal og Viðarsdóttir og stigin þrjú örugglega í höfn fyrir Ásynjur.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Kristín Jónsdóttir 1/0
Silvía Björgvinsdóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 2 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Birna Baldursdóttir 2/1
Guðrún M. Viðarsdóttir 1/1
Katrín Ryan 1/0
Guðrún Blöndal 1/0
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 1/0
Anna Sonja Ágústdóttir 1/0

Refsingar Ásynja: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH