Ynjur - Ásynjur umfjöllun


Frá leik Ynja og Ásynja á síðasta tímabili.                                                                                      Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Ynjur og Ásynjur áttust við á íslandsmóti kvenna í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Ásynja sem gerðu 4 mörk gegn 3 mörkum Ynja eftir að jafnt hafði verið að loknum venjulegum leiktíma.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem leikur þessara tveggja liða endar í dramatík og sem dæmi má nefna er fyrsti leikur tímabilsins en honum lauk á sama hátt og þessum, þ.e. með 4  - 3 sigri Ásynja í framlengdum leik.       

Ásynjur hófu leikinn af krafti og áttu tvö fyrstu mörkin. Fyrra markið kom í fyrstu lotu og það gerði Jónína Guðbjartsdóttir en það síðara kom fljótlega í annarri lotu og þar var á ferðinni Guðrún Blöndal. Ynjur náðu hinsvegar að rétta sinn hlut aðeins með marki frá Diljá Sif Björgvinsdóttir rétt eftir miðja lotuna. Ásynjur áttu hinsvegar lokaorðið í miðlotunni því skömmu eftir mark Diljár skoraði Hrund Thorlacius fyrir þær.

Lengi vel leit út fyrir að 3 - 1 staðan myndi nægja Ásynjum til að tryggja sér stigin þrjú sem voru í boði. Silja Rún Gunnlaugsdóttir minnkaði hinsvegar muninn í 3 - 2 skömmu eftir miðja lotu. Skömmu eftir að síðasta mínúta venjulegs leiktíma rann upp jafnaði svo fyrrnefnd Diljá metin fyrir Ynjur og framlenging var því staðreynd.

Í framlengingunni tryggði svo Birna Baldursdóttir Ásynjum aukastigið sem í boði var en um sjö mínútur voru liðnar af lotunni þegar markið kom.

Mörk/stoðsendingar Ynjur: 

Diljá Sif Björgvinsdóttir 2/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/0
Kristín Björg Jónsdóttir 0/1
Védís Áslaug Beck Valdemarsdóttir 0/1
Silvía Rán Björgvinsdóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 24 mínútur

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Guðrún Kristín Blöndal 1/3
Jónína Guðbjartsdóttir 1/2
Hrund Thorlacius 1/1
Birna Baldursdóttir 1/0
Katrín Ryan 0/1

Refsingar Ásynjur: 2 mínútur

HH