Ynjur - Ásynjur umfjöllun


Úr leik liðanna                                                                                                 Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Íslandsmótið að þessu sinni opnaði með leik í meistaraflokki kvenna þegar Ynjur og Ásynjur léku á Akureyri á þriðjudagskvöld. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Ynja.  Jafnt var að loknum hefðbundnum 3 – 3 en Ásynjur tryggðu sér aukastigið með gullmarki.

Það voru samt Ynjur sem höfðu frumkvæðið í leiknum hvað markaskorun varðaði og eftir fyrstu lotu var staðan 2 – 0 þeim í vil. Mörkin gerðu Silja Rún Gunnlaugsdóttir og Anna Sonja Ágústsdóttir.

Ásynjur náðu hinsvegar að jafna í annarri lotu en um miðja lotuna skoraði Guðrún Blöndal fyrir þær mark og á síðustu mínútu lotunnar jafnaði Katrín Ryan metin fyrir þær.

Ynjur voru þó ekki af baki dottnar og fljótlega í 3ju lotu komust þær yfir með marki frá Diljá Sif Björgvinsdóttir og lengi vel leit út fyrir að mark hennar tryggði Ynjum þrjú stig. Guðrún Blöndal jafnaði hinsvegar metin fyrir Ásynjur þegar 41 sekúnda lifði leiks og tryggði Ásynjum stig og framlenginu.

Sarah Smiley sá svo um að tryggja aukastigið fyrir Ásynjur þegar tvær mínútur voru liðnar af framlengingunni.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/0
Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 10 mínútur

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Guðrún Blöndal 2/0
Katrín Ryan 1/0
Sarah Smiley 1/0
Sólveig Smáradóttir 0/2
Birna Baldursdóttir 0/1

Refsingar Ásynjur: 6 mínútur.