Ynjur - Ásynjur

Óvænt atvik átti sér stað í leik Ynja-Ásynja þann 26. september síðastliðinn sem varð til þess að dómari flautaði leikinn af í lok annars leikhluta. Þegar dómari flautaði leikinn af þá var staðan 1-2 fyrir Ásynjum.

Það staðfestist hér með að leikurinn stendur og lokaúrslit eru því 1-2 fyrir Ásynjum.


Reglugerð nr. 23 um ófyrirséð atvik í leikjum mfl. karla og kvenna.

  • 23.1 Leik í deildarkeppni sem ekki tekst að ljúka vegna ófyrirséðra atvika skal farið með á eftirfarandi hátt:
  • a) Hafi meira en helmingur leiksins verið leikinn skulu þau úrslit sem á töflunni eru, standa, og liðin hljóta stig eftir því. Sé jafnt þegar hið ófyrirséða atvik kemur upp, skal hvort lið fá eitt stig, en aukastigið skal falla niður.
  • b) Hafi innan við helmingur af leiknum verið leikinn skal leikurinn leikinn á ný frá byrjun.