Yfirlýsing haustfundar ÍHÍ

Á haustfundi Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) 16. október 2021 mættu stjórn ÍHÍ ásamt fulltrúum stjórna aðildarfélaga og samþykkti fundurinn samhljóða að íshokkíhreyfingin líði ekki framkomu sem feli í sér fordóma, ofbeldi, einelti eða mismunun af nokkru tagi. 

Slík hegðun er ekki samþykkt og á aldrei að líðast í okkar hreyfingu. Íshokkíhreyfingin er ekkert annað en fólkið sem tekur þátt í íþrótt okkar, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, útliti, trúarbrögðum, kynferði eða kynhneigð. Lykillinn að farsælu starfi innan íshokkíhreyfingarinnar er  að öllum iðkendum, þjálfurum, dómurum, starfsfólki og foreldrum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að allir lifi í sátt og samlyndi við hvert annað. 

Allt umhverfi íshokkí á Íslandi á að vera laust við ofbeldi af öllu tagi, misnotkun og áreitni, hvort sem er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Allir iðkendur, þjálfarar, dómarar, starfsfólk og foreldrar eiga rétt á að taka þátt í íshokkí í öruggu og skemmtilegu umhverfi.

Að útrýma ofbeldi, fordómum og mismunun er samvinnuverkefni okkar allra sem koma að íþróttinni. Það er okkar allra að gæta öryggi okkar allra og vera vakandi gagnvart hvers kyns ofbeldi, fordómum og mismunun.

Vert er að benda á upplýsingar og reglur Alþjóða íshokkísambandsins (IIHF) um ofbeldi og áreitni í íshokkí. https://www.iihf.com/en/statichub/20189/abuse-harassment

Þeir aðilar sem telja á sér brotið geta leitað til yfirþjálfara aðildarfélaga, stjórnarmeðlima eða framkvæmdastjóra ÍHÍ.

Hjá Mennta- og íþróttamálaráðuneyti starfar samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem hefur það að markmiði að auka öryggi íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. ​​Til samskiptaráðgjafa er hægt að leita með mál er varða andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik sem hafa komið upp á vettvangi íþrótta- eða æskulýðsstarfs.  Sjá nánari hér https://isi.is/fraedsla/kynferdisleg-areitni-og-ofbeldi/

Haustfundur ÍHÍ, 16. október 2021.