Yfirdómari - dómaranefnd

Eins og sjá mátti í frétt á vef ÍHÍ í gær hefur verið sett saman reglugerð um yfirdómara (Referee in chief). Á stjórnarfundi í ÍHÍ sl. fimmtudag var ákveðið að Jón Heiðar Rúnarsson yrði yfirdómari ÍHÍ.

Á sama fundi var Ólafur Ragnar Ósvaldsson skipaður, án tilnefningar, í dómaranefnd ÍHÍ.

Á næstunni mun verða unnin ýtarleg langtímaáætlun um hvernig megi bæta ýmislegt er varðar þessi mál og ekki síður hvernig auka má reglukunnáttu leikmanna en meira um það síðar.

HH