Nýr Yfirdómari

Ólafur Ragnar Ósvaldsson hefur látið af störfum sem Yfirdómari ÍHÍ (Referee in chief). Stjórn ÍHÍ vill þakka Ólafi samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Á fundi stjórnar ÍHÍ var ákveðið að nýr yfirdómari yrði Sindri Gunnarsson og mun hann þegar um þarnæstu helgi standa fyrir dómaranámskeiði á Akureyri og síðan fljótlega öðru námskeiði í Reykjavík.

HH