Vladimir Kolek afreksstjóri ÍHÍ

Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) hefur ráðið Vladimir Kolek landsliðsþjálfara karla sem afreksstjóra ÍHÍ.

Vlado mun flytja til Íslands í ágúst 2021 og verður hér með okkur fram til loka apríl 2023 eða í tvö ár.

Vlado mun leiða landsliðsstarf allra liða, tekur þátt í öllum landsliðæfingum og tekur þátt í undirbúningi fyrir öll þau alþjóðlegu mót sem ÍHÍ tekur þátt í. Vlado verður í þjálfarateymi allra landsliða ÍHÍ og verður aðalþjálfari landsliðs karla næstu tvö ár.

Vlado mun verja tíma sínum að mestu leiti inná æfingum aðildarfélaga ÍHÍ allt frá barnastarfi og uppí meistaraflokksæfingar. Áhersla verður lögð á landsliðsæfingar og meiri fagmennsku í öllu okkar landsliðsstarfi sem og innra starfi félaganna.

Hann mun taka virkan þátt í innra starfi aðildarfélaga, vinnur að þróun íshokkí á Íslandi og mun koma að þjálfun þjálfara og dómara svo eitthvað fátt sé nefnt.

Uppúr miðjum ágúst 2021 mun Vlado verða með fund með fulltrúum stjórna aðildarfélaga og allra þjálfara, þar sem verður farið yfir starf íshokkí næstu misseri, þróun þess og mótafyrirkomulag. Mun Vlado gera enn frekar grein fyrir fyrirkomulagi þjálfun þjálfara og þeirra nýjunga í íshokkí sem hann hefur áhuga á að vinna með næstu misseri.

Tökum vel á móti Vlado og gerum hans dvöl eins ánægjulega og árangursríka og mögulegt er.  Áríðandi er að allir taki virkan þátt í þeim verkefnum sem hann vill innleiða hér hjá okkur og tökum öllum þeim nýjungum fagnandi.