Vítaskot

Eftir að tekin var upp sú regla að jafntefli væru ekki endanleg úrslit í leikjum yngri flokka hefur vítakeppnum fjölgað til muna. Það er því ekki úr vegi að rifja upp helstu reglur varðandi framkvæmd vítaskota en einnig refsingar sem leikmenn eiga yfir höfði sér, sé ekki rétt að henni staðið.

Aðaldómari skal setja pökkinn á miðjuuppkastspunkt.
Aðeins markmaður má verja vítaskot.
Markmaðurinn verður að vera kyrr í markteig þar til leikmaðurinn hefur snert pökkinn.
Þegar aðaldómari gefur merki, skal leikmaðurinn leika pekkinum í átt að marki andstæðinganna og reyna að skora mark hjá markmanninum.
Þegar pekkinum hefur verið skotið, er vítaskotinu lokið. Ekki er hægt að skora mark með öðru skoti af neinu tagi.
 
Ef markmaður yfirgefur markteig áður en leikmaðurinn hefur snert pökkinn eða hann brýtur á annan hátt af sér, skal aðaldómari lyfta handlegg en leyfa vítaskotið.  Ef ekki er skorað skal hann láta taka vítaskotið aftur.

Ef markmaðurinn fer of snemma út úr markteignum skal aðaldómarinn:
 
a) Við fyrsta brot, aðvara og láta taka vítaskotið aftur.
 
b) Við endurtekningu á broti, áfellisdómur og láta taka vítaskotið aftur.
 
c) Ef brotið er í þriðja sinn skal dæma MARK. Markmaðurinn má reyna að verja skotið á alla hugsanlega vegu, nema með því að henda frá sér kylfunni eða öðrum hlutum, í því tilfelli skal dæma MARK
 
Ef leikmaður í andstæðu liði, reynir að trufla leikmanninn sem er að taka vítaskotið og skotið geigar vegna þessarar truflunar, skal aðaldómari láta taka vítaskotið aftur og gefa leikmanninum sem var valdur af trufluninni áfellisdóm (10 mín).

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.

HH