Víkingar - SR umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Einn leikur fór fram í meistaraflokki karla í gærkvöld en þá lögðu Víkingar Skautafélag Reykjavíkur með 6 mörkum gegn 1.

Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en í fyrstu og þriðju lotunni sóttu Víkingar án afláts á meðan önnur lotan var öllu jafnari. Þrátt fyrir þetta skiptu Víkingar mörkununum sínum jafnt niður á loturnar þrjár Stefán Hrafnsson fór mikinn í leiknum fyrir Víkinga og það var eimitt hann sem opnaði markareikninginn strax á annarri mínútu leiksins. Sigurður Sveinn Sigurðsson bætti síðan við öðru marki skömmu síðar. Aftur var Stefán á ferðinni fljótlega í annarri lotu en skömmu síðar minnkaði  Pétur Maack muninn fyrir SR-inga. Stefán átti hinsvegar lokaorðið í lotunni og reyndar í öllum leiknum hvað markaskorun varðaði því hann skoraði öll þrjú mörkin sem Víkingar gerðu eftir þetta.

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Stefán Hrafnsson 5/0
Sigurður S. Sigurðsson 1/1
Lars Foder 0/3
Orri Blöndal 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Ingvar Már Jónsson 0/1

Refsingar Víkingar: 26 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Pétur Maack 1/0
Gunnlaugur Björnsson 0/1

Refsingar SR: 32 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH