Víkingar - SR umfjöllun


Úr leik Víkinga og SR sl. laugadag                                                                               Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Víkingar frá Akureyri og Skautafélag Reykjavíkur mættust á íslandsmótinu í íshokkí karla á laugardag. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu tíu mörk gegn einu marki SR-inga.

Víkingar mættu með sitt sterkasta lið í leikinn nema hvað Ingvar Þór Jónsson er enn meiddur. Stefán Hrafnsson er mættur til leiks og einnig  var Sigurður Reynisson stiginn upp úr veikindum. SR-ingar mættu hinsvegar töluvert laskaðir til leiks og þá sérstaklega hvað varnarleikinn varðaði.

Víkingar byrjuðu leikinn nokkuð kröftuglega og um miðja lotu var staðan orðin 2 – 0 þeim í vil. Mörkin gerðu Lars Foder og Björn Már Jakobsson. Egill Þormóðsson náði hinsvegar að minnka muninn fyrir SR-inga rétt fyrir lotulok.
Önnur lotan var hinsvegar eign Víkinga hvað markaskorun varðaði og áður en lotan var hálfnuð höfðu Víkingar bætt við þremur mörkum og þeir því komnir í vænlega 5 – 1 stöðu.
Í lokalotunni sóttu Víkingar svo hart að marki SR-inga og náðu að setja fimm mörk. Í þremur þeirra nýttu Víkingar sér það að vera einum fleiri.

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Orri Blöndal 1/2
Andri Már Mikaelsson 1/2
Andri Freyr Sverrisson 1/2
Steinar Grettisson 1/1
Gunnar Darri Sigurðsson 1/1
Ingþór Árnason 1/1
Lars Foder 1/0
Zdenek Prprhazka 1/0
Stefán Hrafnsson 1/0
Jóhann Leifsson 0/2
Sigurður Sigurðsson 0/1

Refsingar Víkinga: 53 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:

Egill Þormóðsson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 0/1

Refsingar SR: 26 mínútur