Víkingar - SR umfjöllun


Úr leik liðanna í gærkvöld.                                                                                                       Mynd: Elvar Freyr Pálsson

SA Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur áttu við á íslandsmóti karla í íshokkí karla á Akureyri í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 6 mörk gegn 3 mörkum heimamanna.

Á síðasta tímabili léku þessi sömu lið sex leiki deildarkeppninni. Víkingar náðu út úr þeim leikjum 11 stigum en SR-ingar sjö stigum. Nú er hinsvegar komið nýtt tímabil og baráttan um stiginn milli þessara liða á án nokkurs vafa eftir að verða hörð.

SR-ingar náðu góðri byrjun í leiknum í gær og að lokinni fyrstu lotu höfðu þeir 0 – 2 forystu. Daniel Kolar opnaði fyrir þá markareikninginn með góðu skoti en síðara markið gerði Egill Þormóðsson.

Í annarri lotu juku SR-ingar við forskotið með marki frá Robbie Sigurðssyni en bæði lið voru á þeim tímapunkti með leikmann í refsiboxinu, þ.e. léku fjórir á fjóra.  Staðan því 0 – 3 SR-ingum í vil eftir aðra lotu.

Strax í byrjun þriðju lotu bættu SR-ingar við fjórða markinu og var þar á ferðinni  Ragnar Kristjánsson Víkingar náðu þó að svara fyrir sig með tveimur mörkum á rétt rúmlega mínútu. Fyrra markið átti Orri Blöndal en það síðara kom frá Lars Foder. Stuttu síðar fengu Víkingar dæmt á sig víti sem Gauti Þormóðsson  skoraði úr. Gauti var síðan aftur á ferðinni  nokkru síðar. Josh Gribben átti hinsvegar lokaorð leiksins en rétt fyrir leikslok skoraði hann þriðja mark Víkinga.

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Josh Gribben 1/1
Lars Foder 1/1
Orri Blöndal 1/0
Andri  Freyr Sverrisson 0/1
Sigurður S. Sigurðsson 0/1

Refsingar Víkingar: 50 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:
Gauti Þormóðsson 2/2
Daniel Kolar 1/1
Ragnar Kristjánsson 1/1
Egill Þormóðsson 1/0
Robbie Sigurdsson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Arnþór Bjarnason 0/1

Refsingar SR: 32 mínútur

HH