Víkingar - Jötnar umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld                                                                                                        Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Víkingar og Jötnar léku á íslandsmótinu í gærkvöld og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu tólf mörk gegn einu marki Jötna.

Segja má að tölurnar segji nokkuð um hvernig leikurinn var en strax í fyrstu lotu gerðu Víkingar þrjú mörk án þess að Jötnar næðu að svara fyrir sig. Í annarri lotunni bættu þeir við fjórum mörkum og enn náðu Jötnar ekki að svara. Í þriðju lotunni settu Víkingar fimm mörk en Pétur Sigurðsson sá hinsvegar til þess að Jötnar næðu að skora með marki fyrir þá um miðja lotu. Þetta var annar leikur liðanna í vetur og þrátt fyrir nokkuð stórt tap stóðu Jötnar sig áberandi betur en í fyrsta leiknum. Hilmir Guðmundsson og Guðundur Snorri Guðmundsson léku með Jötnum en þeir hafa verið frá keppni undanfarin ár.

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Einar Valentine 2/2
Andri Freyr Sverrisson 2/2
Stefán Hrafnsson 2/1
Orri Blöndal 2/1
Lars Foder 1/1
Sigurður Reynisson 1/1
Sigurður S Sigurðsson 1/1
Sigmundur Sveinsson 1/0
Andri M. Mikaelsson 0/4
Hilmar Leifsson 0/2
Rúnar F. Rúnarsson 0/1

Refsingar Víkingar: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Pétur Sigurðsson 1/0

Refsingar Jötnar: 32 mínútur.