Víkingar - Húnar umfjöllun

Úr leik á íslandsmóti
Úr leik á íslandsmóti

Víkingar tóku á móti Húnum á gærkvöld og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Víkingar sem gerðu 8 mörk gegn 2 mörkum Húna.

Fyrsta lotan var jöfn og spennandi og þrátt fyrir að Víkingar kæmust tvisvar sinnum yfir í leiknum jöfnuðu Húnar jafnharðan og staðan því 2 – 2 að lokinni lotunni. Bæði mörk Víkinga gerð Lars Foder en þeir Falur Birkir Guðnason og Róbert F. Pálsson mörk Húna. Leikar skildu hinsvegar í annarri lotu þegar Víkingar gerðu þrjú mörk án þess að Húnar næðu að svara fyrir sig. Þar voru á ferðinni þeir Guðmundur Snorri Guðmundsson, Orri Blöndal og Andri Freyr Sverrisson. Í þriðju lotunni var síðan svipað upp á teningnum, þ.e Víkingar bættu við þremur mörkum án þess að Húnar næðu að svara. Stefán Hrafnsson átti fyrsta markið fljótlega í lotunni, Jóhann Már Leifsson fylgdi í kjölfarið og síðasta markið átti Andri Freyr Sverrisson. Víkingar fengu síðan vítaskot þegar langt var liðið á leikinn en náðu ekki að nýta það.

Næsti leikur í karlaflokki er á laugardag en þá fá Víkingar SR-inga í heimsókn og með sigri þar geta Víkingar enn dregið á Björninn sem hefur eftir leikinn í kvöld 7 stiga forskot á Víkinga sem eiga tvo leiki til góða.

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Lars Foder 2/3
Andri Freyr Sverrisson 2/0
Stefán Hrafnsson 1/2
Jóhann Már Leifsson 1/1
Guðmundur Snorri Guðmundsson 1/0
Orri Blöndal 1/0
Sigurður S. Sigurðsson 0/2
Björn Már Jakobsson 0/2
Andri Már Mikaelsson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1

Refsingar Víkingar:  8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Falur Guðnason 1/0
Róbert Pálsson 1/0

Refsingar Húnar: 14 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH