Víkingar - Húnar uppfært

Þegar 7 mínútur og þrjátíu og ein sekúnda var eftir af leik Víkingar og Húna fór rafmagnið af skautahöllinni á Akureyri. Staðan í leiknum á þeim tíma var 2 - 7 Húnum í vil. Eftir nokkura bið ákvað dómari leiksins að flauta leikinn af á þessum tímapunkti eftir heiðursmannasamkomulag við þjálfara og forráðamenn SA-Víkinga lá fyrir þar sem kom fram að SA-Víkingar mundu ekki óska eftir því að það sem eftir liði leiks yrði leikið síðar.

Þetta eru því staðfestar lokatölur leiksins.

HH