Skautafélag Akureyrar lagði á laugardagskvöld Björninn að vellí á íslandsmótinu í íshokkí karla með sex mörkum gegn þremur. Með sigirinum komust norðanmenn í þægilega stöðu á toppi deildarinnar en þeir hafa nú fjögurra stiga forskot á SR-inga sem koma næstir, en öll lið deildarinnar hafa leikið fjóra leiki.
 Heimamenn í SA voru ákveðnari í sínum aðgerðum lengi vel framan af. Einum færri náðu þeir forystunni rétt um miðja lotu með marki frá Ben DiMarco en það var jafnframt eina markið sem kom í lotunni. Heimamenn gerðu síðan útum leikinn í miðlotunni með fimm mörkum í röð. Eftir að fjögur þeirra kom kornungur markmaður, Maximilian Mojzyszek, inná hjá Birninum og stóð sig með prýði sem eftir lifði leiks. Bjarnarmenn áttu síðasta orðið í lotunni og náðu að læða inn einu marki.  Bjarnarmenn náðu að setja tvö mörk í fyrrihluta síðustu lotunnar og hljóp smá spenna í leikinn en lengra komust þeir ekki.
 
 Mörk/stoðsendingar SA:
 
 Ingþór Árnason 2/0
 Jóhann Már Leifsson 1/2
 Ben DiMarco 1/2
 Rúnar F. Rúnarsson 1/1
 Hilmar Leifsson 1/0
 Sigurður Reynisson 0/1
 
 Refsingar SA: 10 mínútur.
 
 Mörk/stoðsendingar Björninn:
 
 Lars Foder 1/1
 Birkir Árnason 1/0
 Hjalti Geir Friðriksson 1/0
 Nicolas Antonoff 0/1
 
 Refsingar Björninn: 24 mínútur.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH