Víkingar - Björninn umfjöllun

Frá íslandsmóti
Frá íslandsmóti

Víkingar og Björninn áttust við á laugardagskvöld á íslandsmótinu og lauk leiknum með sigri Víkinga sem gerðu 7 mörk gegn 6 mörkum Bjarnarmanna í jöfnum og spennandi leik.

Bjarnarmenn voru fyrri til að koma sér á blað en Úlfar Jón Andrésson skoraði fyrir þá strax á þriðju mínútu. Lars Foder svaraði fljótlega fyrir Víkinga en fljótlega eftir miðja lotu gerðu Bjarnarmenn þrjú mörk á jafnmörgum mínútum og breyttu stöðunni 1 - 4 sér í vil. Mörkin áttu þeir Trausti Bergmann, Brynjar Bergmann og Hjörtur Geir Björnsson. Lars Foder náði hinsvegar að minnka muninn fyrir Víkinga áður en lotan var úti og staðan því 2 - 4 Birninum í vil.

Í annarri lotunni náðu Víkingar hinsvegar að snúa stöðunni sér í vil. Stefán Hrafnsson kom þeim á bragðið snemma í lotunni og skömmu síðar jafnaði Jóhann Már Leifsson metin fyrir norðanmenn. Bjarnarmenn náðu hinsvegar að svara fyrir sig með marki frá Brynjari Bergmann rétt eftir miðja lotu. Víkingar endurtóku hinsvegar leik Bjarnarmanna frá því í fyrstu lotunni skömmu síðar með því að gera þrjú mörk á um þremur mínútum. Mörking gerðu þeir, Orri Blöndal, Andri Már Mikaelsson og Jóhann Már Leifsson. Staðan var því 7 - 5 þeim í vil að lokinni annarri lotu.

Síðasta lotan var því æsispennandi. Bjarnarmenn gerðu allt sitt til að komast inn í leikinn en það var ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins sem þeir náðu að setja mark en það gerði Gunnar Guðmundsson.
Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Lars Foder 2/1
Jóhann Már Leifsson 2/1
Orri Blöndal 1/2
Stefán Hrafnsson 1/1
Andri Már Mikaelsson 1/1

Refsingar Víkinga: 34 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn

Brynjar Bergmann 2/0
Úlfar Jón Andrésson 1/1
Gunnar Guðmundsson 1/1
Trausti Bergmann 1/0
Hjörtur Björnsson 1/0
Falur Guðnason 0/2
Sigurður Árnason 0/1
Róbert Freyr Pálsson 0/1
Daniel Kolar 0/1
Ólafur Björnsson 0/1
Bergur Einarsson 0/1

Refsingar Bjarnarins: 32 mínútur

Mynd: Sigurgeir Haraldsson.

HH