Víkingar - Björninn umfjöllun


Hart barist á Akureyri í gærkvöld                                                                                       Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Víkingar og Björninn áttust við á íslandsmótinu í íshokkí á Akureyri í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði  4 mörk gegn 3 mörkum Víkinga eftir að staðan hafði verið jöfn að loknum venjulegum leiktíma 3 – 3. Brottvísanir voru báðum liðum dýrar í gær en af sjö mörkum leiksins komu fimm þar sem annað liðið var manni eða mönnum undir á ísnum.

Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi  allan tímann en Víkingar höfðu frumkvæðið hvað markaskorun varðaði til að byrja með eftir að fyrsta lota hafði verið markalaus.
Andri Már Mikaelsson kom Víkingum yfir fljótlega í annarri lotu en Hjörtur Geir Björnsson jafnaði leikinn fyrir Bjarnarmenn skömmu síðar. Ingþór Árnason sá hinsvegar til þess að Víkingar færu marki yfir inn í leikhléið.

Bjarnarmenn áttu hinsvegar næstu tvö mörkin sem komu í þriðju lotu. Hjörtur Geir var afttur á ferðinni fyrir þá í fyrra markinu en það síðara átti Daniel Kolar. Varnarmaðurinn Björn Már Jakobsson jafnaði hinsvegar metin á síðustu mínútu leiksins fyrir Víkinga og tryggði þeim í það minnsta eitt stig.

Andri Már Helgason tryggði síðan Birninum aukastigið sem í boði var með marki í framlengingunni en markið kom þegar tæp tvær og hálf mínúta var liðin af henni.

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Andri Már Mikaelsson 1/0
Ingþór Árnason 1/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Orri Blöndal 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1
Sigurður Sveinn Sigurðsson 0/1
Gunnar Darri Sigurðsson 0/1
Stefán Hrafnsson 0/1

Refsingar Víkingar: 22 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Hjörtur Geir Björnsson 2/0
Daniel Kolar 1/1
Andri Már Helgason 1/0
Birkir Árnason 0/2
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Hrólfur Gíslason 0/1

Refsingar Björninn: 14 mínútur.