Víkingar - Björninn umfjöllun

Stefán Hrafnsson og Sigursteinn Atli Sighvatsson eigast við í leiknum í gær                                  Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Í gærkvöld áttust við á Akureyri lið Víkinga og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Bjarnarmanna.

Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða í gærkvöld því með sigri hefðu Bjarnarmenn verið komnir í góð mál á stigatöflunni á meðan Víkingar hefðu verið farnir að dragast verulega aftúr. Báðum liðum var þetta ljóst og því sjálfsagt nokkur taugaspenna í mönnum fyrir leik.

Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu og greinilegt að liðin fóru varlega inn í leikinn. Lotan varð að endingu markalaus.

Í annarri lotu juku Víkingar töluvert sóknarþunga sinn og uppskáru þrjú mörk. Fyrsta markið gerði Josh Gribben þegar lotan var u.þ.b hálfnuð en þá voru Víkingar manni fleiri á ísnum. Skömmu síðar bætti Lars Foder við marki og aftur voru það refsimínútur sem urðu Birninum dýrkeyptar. Josh Gribben bætti síðan við þriðja markinu undir lok lotunnar og Víkingar í nokkuð góðum málum.

Í þriðju lotunni jafnaðist leikurinn nokkuð aftur og þá voru það Bjarnarmenn sem nýttu færi sín betur. Hjörtur Geir Björnsson gerði marki fyrir þá fljótlega í lotunni en á þeim tíma voru Bjarnarmenn einum færri á ísnum. Um miðja lotu minnkaði síðan Mika Moilanen muninn í 3 – 2 og Björninn og leikurinn orðinn galopinn. Bjarnarmenn freistuðu þess að sjálfsögðu að jafna og tóku markmann sinn af velli undir lokin. Víkingar vörðust hinsvegar af krafti og mínútu fyri leikslok unnu þeir pökinn og Andri Freyr Sverrisson skoraði í autt mark Bjarnarmanna og gulltryggði í leiðinni Víkingum stigin þrjú.

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Josh Gribben 2/0
Lars Foder 1/2
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Ingþór Árnason 0/1
Hilmar Leifsson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Sigurður S. Sigurðsson 0/1

Refsingar Víkingar: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Mika Moilanen 1/0
Kópur Guðjónsson 0/1
Birkir Árnason 0/1
Sigurður Óli Árnason

Refsingar Björninn: 26 mínútur.