Víkingar - Björninn umfjöllun

Frá leiknum.
Frá leiknum.

Víkingar og Björninn áttust við á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu 3 mörk gegn 2 mörkum eftir að staðan hafði verið jöfn, 2 - 2  að loknum hefðbundnum leikhluta.  

Nokkuð jafnræði var með liðunum allan leikinn en það voru Bjarnarmenn sem tóku forystuna þegar nákvæmlega voru liðnar þrjár mínútur voru liðnar af fyrstu lotu með marki frá Úlfari Jóni Andréssyni. Daniel Kolar jók svo forystuna fyrir Bjorninn þegar skammt var til lotuloka með laglegu marki og Bjarnarmenn því komnir í vænlega stöðu.  

Í annarri lotunni náðu Víkingar hinsvegar að jafna leikinn á skömmum tíma. Jóhann Már Leifsson  reið á vaðið með marki eftir góða rispu upp ísinn. Það var síðan Guðumundur Snorri Guðmundsson sem jafnaði metin fyrir Víkinga með góðu skot en stoðsendingar áttu þeir Sigmundur Sveinsson og Sigurður Reynisson.

Þriðja lotan var síðan markalaus en þess má geta að markmenn liðanna, þeir Einar Eyland og Snorri Sigurbergsson áttu báðir prýðisleik.

Framlengin var því staðreynd og þegar tæpar sjö mínútur voru liðnar af  henni tryggði Lars Foder Víkingum aukastigið sem í boði var.

Staðan í deildinni er nú sú að Víkingar eiga eftir að leika tvo leiki, annarsvegar gegn SR og hinsvegar gegn Birninum. Björninn á hinsvegar eftir að leika einn leik sem er fyrrnefndur leikur gegn Víkingum og fer hann fram í Egillhöll 2. mars nk. Ef liðin verða jöfn að stigum eftir þá leiki mun markatala ráða úrslitum í hvort liðið fær heimaleikjaréttinn.

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Jóhann Már Leifsson 1/1
Guðmundur Snorri Guðmundsson 1/0
Lars Foder 1/0
Andri Már Mikaelsson 0/1
Sigmundur Sveinsso 0/1
Orri Blöndal 0/1

Refsingar Víkinga: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Úlfar Jón Andrésson 1/0
Daniel Kolar 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1
Hjörtur Geir Björnsson 0/1

Refsingar Björninn: 36 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH