Vierumaki - IIHF æfingabúðir

Strákarnir okkar í Vierumaki
Strákarnir okkar í Vierumaki

Alþjóða íshokkísambandið (IIHF) er með æfingabúðir í Vierumaki, Finlandi, þessa vikuna.  Þrír íslendingar taka þátt í æfingabúðunum, Kári Arnarsson úr Skautafélagi Reykjavíkur, Róbert Máni Hafberg úr Skautafélagi Akureyrar og svo yfirtækjastjóri Íshokkísambands Íslands Marcin Mojzyszek sem er einnig félagsmaður Bjarnarins í Egilshöll.

Í þessum æfingabúðum eru á annað hundrað drengir fæddir árið 2002, frá ýmsum aðildarfélögum IIHF um allan heim. Í þessum æfingabúðum koma saman ungir leikmenn, þjálfarar, tækjastjórar og stjórnendur, skipta á sögum og deila þekkingu og reynslu sinni. Jafnframt er tekið á þjálfun og þjálfunarnámi, næringu leikmanna, lyfjamál og annað sem snertir íshokkí.  Þarna kynnast leikmenn og starfsfólk hvert öðru frá ýmsum löndum, vinskapur myndast og tengslanetið stækkar.

Strákarnir okkar hafa staðið sig virkilega vel, tekið þátt í öllu því sem í boði er og megum við öll vera stolt af okkar mönnum.

Nánari upplýsingar má finna hér frá IIHF: Ýta hér.