Viðburðir á næstunni hjá ÍHÍ

Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur samþykkt að fresta beri úrslitakeppni karla og leikjum yngri flokka í fjórar vikur eða fram yfir páska.

Nýjar dagsetningar fyrir úrslitakeppni karla, leiki U14, U16 og U18 verða auglýstar síðar.

Barnamótinu sem er áætlað í Egilshöll hjá Fjölni 28. og 29. mars er aflýst með öllu.

Aðildarfélögum er bent á að fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 

Hér má finna upplýsingar um samkomubanni sem tekur gildi mánudaginn 16. mars 2020.