Mikið er um að vera þessa helgina. 7 leikir í það heila. Fjörið byrjar í Laugardalnum í kvöld þegar ungmennalið SR og Fjölnis mætast í Laugardalnum. Þetta er leikur í U16A aldursflokki og hefst hann klukkan 19:30.
Á morgun laugardag eigast við á Akureyri meistaraflokkslið SA og SR bæði í karla og kvenna flokkum. Karlaleikurinn hefst klukkan 16:45 og konurnar hefja leik klukkan 19:30. Í Egilshöllinni verða síðan U18 ára lið Fjölnis og SA-Jötna að eigast við og hefst sá leikur klukkan 16:45. Klukkutíma síðar eða klukkan 17:45 leika síðan U18 ára lið SR og SA-Vikinga í Skautahöllinni í Laugardal.
Sunndaginn spila síðan U18 ára liðin aftur þá SR við Jötna klukkan 09:00 og Fjölnir við Víkinga klukkan 10:00.
Föstudagskvöld og laugardagsmorgun verða síðan landsliðsæfingar fyrir U18 ára landslið drengja.
Útsendingar verða sem hér segir:
| Dagur | klukkan | Leikur | Streymisrás |
| Föstudagur 14. nóv | 19:30 | SR-FJO U16A | ÍHÍ TV 1 |
| Laugardagur 15. nóv | 16:45 | Topp deild karla SA-SR | ÍHÍ TV 1 |
| 16:45 | FJO-JOT U18 | ÍHÍ TV 2 | |
| 17:45 | SR-Vík U18 | SR streymi | |
| 19:30 | Topp deild kvenna SA-SR | ÍHÍ TV 1 | |
| Sunnudagur 16. nóv | 09:00 | SR-JOT U18 | ÍHÍ TV 1 eða SR streymi |
| 10:00 | FJO-VIK U18 | ÍHÍ TV 2 |
Youtube streymisrás SR má finna hér https://www.youtube.com/@sr-ishokki