Við bloggum

Eins og sjá mátti í frétt hér á síðunni um helgina var óskað eftir ritfærum íshokkí áhugamönnum. Nú hefur verið opnuð blogg síða á mogga-blogginu og er hún liður í að skapa meiri umræðu um íshokkí hvar sem það er spilað í heiminum. Mbl.is er fjölsóttasta síða á Íslandi í dag og því teljum við marga kosti við að fara þar inn.  Síðan mun kanski birta eitthvað af þeim fréttum sem birtast á þessum vef en einsog áður sagði þá er henni ætlað að vera meira íshokkíheimurinn í heild sinni. T.d. má hugsa sér að aðdáandi ákveðins liðs í NHL eða í sænsku deildinni taki að sér að skrifa um það. Við hvetjum ritfæra menn til að ganga í lið með okkur.

HH