Verða Tantinen og McCormic með?

Nokkur eftirvænting er ríkjandi í herbúðum ÍHÍ með 3. deild heimsmeistarakeppninnar og vissulega eru það gleðifréttir að Clark McCormick skuli vera komin á ný til landsins og leiki með norðanmönnum. Clark er kominn með Íslenskan ríkisborgararétt og getur því leikið með landsliði Íslands. Á síðasta tímabili var Clark í Kanada og get ekki tekið þátt í landsliðsstarfinu. Einnig hefur heyrst að Íslenski Finninn Richard Tantinen sé komin með aðra höndina á Íslenskt vegabréf og mögulegt sé að hann gefi kost á sér í landsliðshópinn. Ekki er nokkur spurning að þessir tveir leikmenn koma til með að styrkja landliðið verulega leiki þeir með liðinu.