Vel heppnað dómaranámskeið

Á laugardag var haldið í Skautahöllinni í Laugardal dómaranámskeið, nokkuð leitt var að dómarar Bjarnarins sáu sér ekki fært að mæta. Þeir félagar Kim Petersen og Claus Cristiansen sáu að mestu leiti um fræðsluna og var námskeiðið líflegt, skemmtilegt og afar gagnlegt. Mikil ánægja var með þetta námskeið og er ekki nokkur vafi að þeir sem sáu sér fært að mæta búa vel að þessu. Dönsku tvíburarnir fóru á kostum og oft var dátt hlegið. Það var frábær sending að fá þessa vini okkar til þess að hjálpa til með undirbúning fyrir veturinn.