Varnarbúnaður

Úr leik Víkinga og SR
Úr leik Víkinga og SR

Athygli vakti að í síðasta leik Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur fengu þrír leikmenn Áfellisdóm (Misconduct)  vegna ólöglegs búnaðar.

Öll þess áhersluatriði hafa verið kynnt á svokölluðum TRIM-fundi (Tear Rule Information Meeting) með þjálfurum félaganna og samskonar fundi með þeim dómurum sem dæma á vegum ÍHÍ. Flestar breytingarnar eru gerðar að frumkvæði Alþjóða Íshokkísambandsins.

Leikmenn bera sjálfir ábyrgð á því að þeir séu með réttan útbúnað samkvæmt reglum hverju sinni.

Helstu breytingar eru:

  • Allir leikmenn , af báðum kynjum, sem leika með 4. flokki og uppúr og eru yngri en 20 ára  skulu nota viðurkennda hálsvörn og tanngóm. Athygli er vakin á því að þó leikmenn leiki með heila grind skulu þeir einnig leika með góm.
  • Hvað varðar olbogahlífar þá skulu þær vera með púða sem eru 1,27 cm. á þykkt.
  • Hjálmur skal vera borinn þannig að neðri brún hjálmsins er ekki meira en fingurbreidd fyrir ofan augabrýr, og það skal ekki vera meira bil á milli hálsólar og höku en að hægt sé að setja einn fingur á milli.

Við hvetjum leikmenn til að fara yfir búnað sinn og bæta úr því dómarar munu framfylgja þessum áherslum á komandi tímabili.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH