Valkyrjur unnu SR: 10 - 2

Í gærkvöldi fór fram einn leikur í Íslandsmóti kvenna í íshokkí þegar SA-Valkyrjur tóku á móti liði Skautafélags Reykjavíkur í Skautahöllinni á Akureyri.  Leikurinn var nokkuð jafn fram í þriðju lotu en þá sigu Valkyrjur framúr og unnuð nokkuð öruggan 10 - 2 sigur.
Loturnar fóru 1 - 1, 2 - 0 og 7 - 1.  Liðin munu mætast aftur í kvöld kl. 17:30
Mörk og stoðsendingar
Valkyrjur:  Guðrún Blöndal 3/1, Linda Sveinsdóttir 2/1, Hrund Thorlacius 1/2, Díana Björgvinsdóttir 1/1, Sarah Smiley 1/0, Katrín Ryan 1/0, Guðrún Arngríms 1/0, Kristín Jónsdóttir 0/1, Guðrún Viðarsdóttir 0/1, Arndís Sigurðardóttir 0/1.
SR: Diljá Björgvinsdóttir 1/0, Silja Björgvinsdóttir 1/0.
Brottvísanir
Valkyrjur:  6 mín
SR:  2 mín
 
Meðfylgjandi mynd tók Sigurgeir Haraldsson á leiknum í gær og á henni má sjá Guðrúnu Arngímsdóttur sækja að Margréti Vilhjálmsdóttur í marki SR, en Margrét hafði nóg að gera í leiknum og varði vel.